Kara félagsfólk,
Núna er árið að líða að lokum ársins. Aðalfundur SFO var haldinn 4.mars síðast liðinn og mun næsti aðalfundur vera á dagskrá í mars 2025. Frekari tímasetning auglýst síðar. SFO er komið á almannaheillaskrá og hægt er að styrkja félagið og fá skattaafslátt. Frekari upplýsingar á sfo@sfo.is
SFO fékk styrk upp á 500.000kr frá Lýðheilsusjóði til að þýða erlent efni og er verið í að vinna að þýða bókina mum, what is Obesity? í samstarfi við FFO (félag fagfólks um offitu).
Stjórn SFO hitti Willum Þórsson, heilbrigðisráðherra og ítrekaði að bæta þarf meðferð fyrir einstaklinga með sjúkdóminn offitu og ýta á að verkefnastjóri verði ráðinn til að fylgja eftir skýrslunni sem starfshópur vann að Skýrsla starfshóps um offitu holdafar heilsu og líðan
Fræðslu- og stuðningshópur SFO hefur verið haldinn reglulega á ZOOM og heldur starfið áfram á næsta ári, næsti fundur verður haldinn 13.janúar kl.20.00 og munun við fá fræðslu um heilsueflandi móttöku á heilsugæslunni og þann 27.janúar kl.20.00 verður fræðsla frá næringarfræðingi.
SFO birti grein um fitufordóma í SÍBS Fitufordómar - SÍBS vefur
Sveinn Hjörtur Guðfinnsson hefur stígið til hliðar í stjórn SFO vegna anna. Við þökkum fyrir gott og frábært samstarf. Hann er að sjálfsögðu áfram með okkur í félaginu og kemur vonandi aftur inn í stjórn þegar líður á. Þóra Sif Kópsdóttir mun taka við hans sæti í stjórninni.
Við minnum á að vinna tengt SFO er unnin í sjálfboðaliðastarfi og fleiri hendur vinna betra verk. Ef þú brennur fyrir að vera með þá er það velkomið. Endilega vertu í sambandi við okkur ef þú hefur áhuga.
Kærar kveðjur, Stjórn SFO