Mamma hvað er offita?

Hefur þú einhvern tímann velt fyrir þér hvernig einföld saga getur haft varanleg áhrif á líf einhvers? Mamma, hvað er offita? er meira en bara bók, hún er verkfæri fyrir fjölskyldur, heilbrigðisstarfsfólk, kennara og umönnunaraðila til að eiga samtal byggt á vísindalegum staðreyndum við börn á tillitssaman og fordómalausan hátt.

“Þetta er bókin sem margir einstaklingar sem lifa með sjúkdómnum offitu hefðu viljað lesa sem börn”.

Markmið þessarar bókar er að hvetja og styðja við mæður, feður og aðra ummönunaraðila sem eru að leita að verkfærum til að hefja mikilvæg samtöl innan fjölskyldunar án hludrægni eða fordóma um þetta viðsfangsefni.

Bókinn er byggð á vísindaransóknum og er skrifuð á einfölsu og viðráðanlegu máli..

Hún er skrifuð af Mário Silva, stofnanda Samtaka um offitu barna í Portúgal (APCOI), með framlagi frá mæðgunum Catarina Beja og Marta Beja Coelho sem hafa verið samferða í þessu ferðalagi - Bókin er studd af sérfræðingum frá Félagi fagfólks um offitu í Evrópu (EASO) og fulltrúum frá Evrópskum samtökum fólks með offitu (ECPO) til að tryggja aðgengilegt efni sem byggt er á vísindalegum staðreyndum og þar sem áhersla er á að einstaklingurinn sé í forgrunni. Á Íslandi er þessi bók studd af Samtökum fólks með offitu og aðstandenda þeirra (SFO)