Um SFO

SFO, samtök fólks með offitu og aðstandendur þeirra var stofnað 4 mars 2023 á alþóðadegi offitunar. Meginmarkmið félagsins er að veita fólki sem lifir með sjúkdóminn offitu stuðning og fræðslu um sjúkdóminn offitu.
Til að ná þessum markmiðum mun félagið:

  • Fræða félagsmenn, almenning, heilbrigðisstarfsfólk og heilbrigðisyfirvöld um sjúkdóminn offitu.

  • Efla tengsl milli fólks með sjúkdóminn offitu og heilbrigðisstarfsfólks/yfirvalda.

  • Stuðla að bættri þjónustu við fólk með sjúkdóminn offitu og almennt vinna að bættum hag þess. Þar á meðal að koma meðferðarúrræðum á allar heilsugæslustöðvar ásamt einni sameiginlegri miðstöð fyrir landið.

Starfsemi SFO, samtaka fólks með offitu og aðstandenda þeirra er þríþætt:

  1. Ýmis þjónusta og stuðningur við félagsmenn samtakanna um allt land.

  2. Fræðsla um sjúkdóminn offitu.

  3. Vinna að langtímamarkmiðum samtakanna. Starfa með öðrum félagasamtökum hér á landi sem erlendis að sameiginlegum markmiðum og starfa með heilbrigðisstarfsfólki og yfirvöldum að umbótum í þágu fólks með sjúkdóminn offitu og aðstandenda þeirra.

Stjórn SFO