Aðalfundur 2025
Aðalfundur Samtaka fólks með offitu (SFO) fór fram 4. mars. Á fundinum var farið yfir störf og verkefni samtakanna á síðasta ári, fjallað um áherslur næstu mánaða og kosið í stjórn. SFO leggur mikla áherslu á að halda áfram fræðslu, stuðningi og hagsmunabaráttu fyrir fólk með offitu. Fundurinn var góður vettvangur til að ræða framtíðarsýn samtakanna og hvernig við getum eflt okkar starf enn frekar.
Við þökkum öllum sem mættu og hlökkum til áframhaldandi samstarfs!