Útgáfuhóf bókarinnar “Mamma, hvað er offita?”
Kæra félagsfólk, vinir og stuðningsaðilar
Þriðjudaginn 4. mars í tilefni af alþjóðadegi offitunar héldum við útgáfuhóf bókarinnar “Mamma, hvað er offita?“.
Viljum við koma á framfæri innilegu þakklæti til allra sem tóku þátt í þessu stóra verkefni okkar. SFO vill einnig þakka Heilbrigðisráðuneytinu fyrir veittan styrk við útgáfu bókarinnar.
Bókin varpar ljósi á mikilvæga umræðu um offitu. Við höfum fengið ótrúlega góð viðbrögð frá foreldrum, kennurum og fagfólki innan heilbrigðiskerfisins sem sýna hversu brýnt það er að ræða þetta málefni af hlýju, virðingu og skilningi.
Við viljum sérstaklega þakka öllum þeim sem mættu í útgáfuhófið, deildu skilaboðum á samfélagsmiðlum og sýndu þessu verkefni stuðning.
Ykkar hvatning og hlý orð styrkja okkur í þeirri baráttu að stuðla að heilbrigðari og jákvæðari umræðu um offitu og sjúkdóminn offitu í samfélaginu.
Saman getum við skapað umhverfi þar sem börn, ungmenni og fullorðnir finna fyrir sjálfsöryggi og virðingu óháð líkamsstærð.
Við hlökkum til að halda áfram þessu mikilvæga starfi með ykkur!
Með þökkum og hlýjum kveðjum,
SFO